Fjórir leikir fimmtu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik fara fram í dag. Mikil eftirvænting ríkir fyrir viðureign Vals og Hauka sem hefst í N1-höll Vals á Hlíðarenda klukkan 14.15.
Liðin léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor og hafði Valur betur. Haukar voru eina liðið sem lagði Val á síðustu leiktíð þegar Valur vann 30 af 31 leik í öllum mótum hér heima.
Frá því að liðin mættust í úrslitum í vor hefur eitt og annað breyst. Haukar fengu Söru Sif Helgadóttur markvörð frá Val og hina þrautreyndu handknattleikskonu Rut Arnfjörð Jónsdóttur úr KA/Þór.
Valur bætti við sig Elísu Elíasdóttur línu- og varnarkonu frá Vestmannaeyjum. Silja Argrímsdóttir Müller markvörður kom í stað Söru Sifjar. Auk þess er Lovísa Thompson komin á fulla ferð eftir langvarandi meiðsli.
Skarð er fyrir skildi hjá Val að Lilja Ágústsdóttir er frá keppni vegna meiðsla á ökkla í landsleik fyrir rúmum hálfum mánuði.
Ofan á annað þá leikur Anna Úrsúla Guðmundsdóttir ekki lengur með Val en hún var með liðinu á síðustu leiktíð.
Fleiri leikir eru svo sannarlega á dagskrá í dag eins og sjá má hér fyrir neðan:
Olísdeild kvenna:
Skógarsel: ÍR – Fram, kl. 13.30.
Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan, kl. 14.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss, kl. 14.
N1-höllin: Valur – Haukar, kl. 14.15.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Fjölnir, kl. 18.
-Ókeypis aðgangur er á leikinn.
Grill 66-deild kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – HK, kl. 15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grill 66-deild karla:
Lambhagahöllin: Fram2 – HK2, kl. 13.
Vestmannaeyjar: HBH – Haukar2, kl. 16.15.
Safamýri: Víkingur – Valur2, kl. 18.
- Allir leikir dagsins verða aðgengilegir á Handboltapassanum. Viðureign Vals og Hauka í Olísdeild kvenna verður í opinni og beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans.