Síðasti leikur 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld þegar Valur og HK mætast á Hlíðarenda klukkan 19.30. Takist Val að vinna leikinn fer liðið á ný upp í þriðja sæti deildarinnar og verður einu stigi á eftir FH og Aftureldingu sem unnu viðureignir sína í gær og hafa 15 stig hvort í efstu tveimur sætum deildarinnar.
HK þarf ekki síður á stigum að halda í botnbaráttu Olísdeildar. Kópavogsliðið er ásamt ÍR og KA með fimm stig í einu af þremur neðstu sætum deildarinnar. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK tekur út leikbann í kvöld.
Einnig verður leikið í Grill 66-deildum kvenna og karla í kvöld á höfuðborgarsvæðinu. Viðureign Harðar og HK2, sem fram átti að fara á Ísafirði í kvöld var slegið á frest.
Allir leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
N1-höllin: Valur – HK, 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild kvenna:
Varmá: Afturelding – Fram2, kl. 19.30.
Víkin: Berserkir – FH, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grill 66-deild karla:
Ásvellir: Haukar2 – Víkingur, kl. 20.