- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: HK sækir ÍR heim í umspili

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Í kvöld fer fram önnur viðureign HK og ÍR í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik. Leikið verður í Austurbergi og gert ráð fyrir að flautað verði til leiks klukkan 19.30.


HK vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kórnum á sunnudagskvöld með tveggja marka mun, 27:25.


Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki öðlast keppnisrétt í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. HK lék í Olísdeildinni í vetur sem leið en ÍR hafnaði í öðru sæti Grill66-deildar.


Þriðja viðureignin verður í Kórnum á föstudagskvöld.


Umspil Olísdeildar kvenna, annar úrslitaleikur:
Austurberg: ÍR – HK (0:1), kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -