Tveir leikir fara fram í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld. Valur og ÍR mætast í Olísdeild kvenna í N1-höll Valsara við Hlíðarenda klukkan 19.30. Þetta er síðasti leikur beggja liða í deildinni áður en kemur að rúmlega mánaðarlöngu fríi vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu.
Valur og ÍR eru í tveimur af þremur efstu sætum deildarinnar og því má reikna með afar spennandi viðureign á Hlíðarenda.
Í Kaplakrika sækja KA-menn heim FH-inga klukkan 19. KA-liðið hefur flogið hátt það sem af er leiktíð og situr í þriðja sæti með 12 stig eftir níu leiki. FH er þremur stigum á eftir.
FH-ingar ætla að slá tvær flugur í einu höggi því auk viðureignarinnar á fjölum Kaplakrika verða tveir fyrrverandi leikmenn beggja liða heiðraðir; Ásbjörn Friðriksson og Ólafur Gústafsson.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – KA, kl. 19.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild kvenna:
N1-höllin: Valur – ÍR, kl. 19.30.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.



