Tíunda umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Fram og Haukar mætast í Lambhagahöllinni klukkan 18.30. Viðureigninni er flýtt vegna ferðar Hauka til Spánar á komandi dögum til viðureignar í Evrópubikarkeppninni á laugardaginn.
Fram og Haukar eru jöfn að stigum, með sjö stig hvort í fimmta til sjötta sæti.
Í Fjölnishöll binda Fjölnir og Valur 2 enda á 8. umferð Grill 66-deildar kvenna þegar liðin mætast klukkan 20.20.
Olísdeild kvenna, 10. umferð:
Lambhagahöllin: Fram – Haukar, kl. 18.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
(Ath. staðan í Olísdeild kvenna er ekki alveg rétt vegna þess að úrslit leiks ÍBV og KA, 37:24, sem fram fór á síðasta sunnudag hafa ekki verið færð inn í mótakerfi HSÍ).
Grill 66-deild kvenna:
Fjölnishöllin: Fjölnir – Valur 2, kl. 20.20.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.




