- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Knýja Kórdrengir fram oddaleik?

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Einn leikur fer fram í kvöld í umspili um sæti í Olísdeild karla í handknattleik þegar ÍR-ingar sækja Kórdrengi heim í annarri umferð undanúrslita. Leikið verður í Kórnum og verður hafist handa klukkan 18.


ÍR hefur einn vinning og vinni liðið leikinn í kvöld er það komið áfram í úrslitaeinvígi um keppnisrétt í Olísdeild á næsta keppnistímabili. Takist Kórdrengjum að vinna kemur til oddaleiks á þriðjudagskvöld í Austurbergi.


Fyrsti leikur ÍR og Kórdrengja, sem fram fór í fyrrakvöld, var hörkuspennandi. Þurfti að grípa til framlengingar til að knýja fram úrslit. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma en ÍR vann með þriggja marka mun í framlengingu, 37:34.


Þór Akureyri og Fjölnir eigast við hinni rimmu undanúrslitanna. Liðin mætast öðru sinni á Akureyri á morgun.


Umspil Olísdeildar karla, undanúrsit, 2. leikur:
Kórinn: Kórdrengir – ÍR, kl. 18 (0:1).

Leikjadagskrá umpsilsins er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -