Fjórða viðureign Hauka og Fram í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld á Ásvöllum. Dómararnir eiga að flauta til leiks klukkan hvorki fyrr eða síðar en klukkan 19.30.
Haukar unnu tvo fyrstu leikina í rimmunni, 30:18 og 25:24. Framarar, sem eru með bakið upp við kaldan vegginn, svöruðu hressilega fyrir sig á föstudagskvöld í Lambhagahöllinni með sex marka sigri, 23:17.
Staðan er eftir sem áður sú að takist Haukum að vinna leikinn í kvöld lýkur rimmunni og Haukar mæta Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ef Fram fylgir sigrinum á föstudaginn eftir með öðrum sigri í kvöld verður úrslitaleikur á milli liðanna í Lambhagahöllinni á fimmtudagskvöld.
- Viðureign Hauka og Fram verður send út á Handboltapassanum. Einnig stendur til að handbolti.is verði með textalýsingu.
Olís kvenna: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025