Elleftu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í dag með viðureign HK og Stjörnunnar í Kórnum. Viðureignin hefst klukkan 16. Þrír leikur voru á dagskrá í gær. ÍBV var fyrst liða á keppnistímabilinu til þess að vinna Val, 32:29, í Origohöllinni, Fram vann stórsigur á Haukum, 28:18, og KA/Þór krækti í tvö góð stig í heimsókn sinni á Selfoss, 32:29.
Klukkan hálf þrjú í dag hefst síðari vináttulandsleikur Íslands og Þýskalands í handknattleik karla og um leið síðasti undirbúningsleikur liða þjóðanna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Svíþjóð og Póllandi.
Olísdeild kvenna, 11. umferð:
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 16 – sýndur á HKTV.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.
2.deild karla:
Hertzhöllin: Grótta U – HK U, kl. 14.
Landsleikur í Þýskalandi – A-landslið karla:
Hannover: Þýskaland – Ísland, kl. 14.30 – sýndur á RÚV.
Um er að ræða síðari viðureign landslið þjóðanna. Ísland vann með eins marks mun í gær, 31:30.