Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar fer fram í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Snorri Steinn var ráðinn í starfið um mitt árið. Hann er að hefja undirbúning sinn og landsliðsins fyrir Evrópumótið með tveimur leikjum við frændur okkar, Færeyinga sem einnig unnu sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem hefst 10. janúar í Þýskalandi. Síðari viðureignin við Færeyinga fer fram á morgun, laugardag.
Áður en landsleikurinn hefst í kvöld fara þrír leikir fram i sjöttu umferð Grill 66-deildar kvenna klukkan 18. M.a. viðureigna má nefna leik Víkings og Selfoss í Safamýri. Selfoss er efst í deildinni með 10 stig. Víkingur er skammt á eftir með átta stig.
Leikir kvöldsins
Vináttulandsleikur karla:
Laugardalshöll: Ísland – Færeyjar, kl. 19.30.
Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á aðalrás Sjónvarps Símans.
Hér er hægt að nálgast aðgöngumiða á Tix.is.
Grill 66-deild kvenna:
Safamýri: Víkingur – Selfoss, kl. 18.
Fjölnishöll: Fjölnir – Fram U, kl. 18.
Víkin: Berserkir – Haukar U, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.