Auk landsleiks Íslands og Serbíu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16 í dag verða tveir leikir í þriðju umferð Olísdeildar karla í handknattleik á dagskrá í dag.
Klukkan 16 leiða lið ÍBV og KA saman hesta sína í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þremur og hálfri stundu síðar taka leikmenn Selfoss á móti Aftureldingu í Sethöllinni á Selfossi.
ÍBV og KA eru taplaus eftir hafa leikið tvisvar sinnum hvort í deildinni fram til þessa en framundan er annar heimaleikur ÍBV í röð.
Selfossliðið hefur unnið einn leik á heimavelli til þessa, gegn FH, en tapað tveimur viðureignum á útvelli. Mosfellingar eru hinsvegar með tvö jafntefli á reikningi sínum eftir tvo heimaleiki fram til þessa.
Leikir dagsins
Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA, kl. 16 – sýndur á ÍBVtv.
Sethöllin: Selfoss – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna í Olísdeild karla og næstu leiki er hægt að sjá hér.
Undankeppni EM kvenna 2022, 6. riðill:
Schenkerhöllin: Ísland – Serbía, kl. 16 – sýndur á RÚV.
Einnig verður textalýsing á handbolti.is.
Ókeypis er inn á leikinn í boði Arionbanka.
Staðan í 6. riðli:
Svíþjóð 2 stig, 1 leikur, Serbía 2 stig, 1 leikur, Tyrkland 0 stig, 1 leikur, Ísland 0 stig, 1 leikur.