- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Lýkur rimmunum í kvöld eða kemur til oddaleikja?

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson sækir að Framaranum Degi Fannari Möller í þriðja leik FH og Fram á fimmtudagskvöldið síðasta. Ásbjörn fór á kostum í leiknum. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Áfram verður leikið í undanúrslitum Olísdeildar karla og í umspili sömu deildar í kvöld. Til tíðinda getur dregið því Fram og Selfoss eru einum vinningi frá því að vinna rimmur sínar.

Leikmenn Gróttu mæta með bakið upp við vegg í Sethöllina klukkan 18 í kvöld eftir tap á heimavelli á fimmtudagskvöldið. Þeir verða að vinna annars bíður þeirra fall í Grill 66-deildina og Selfoss færist upp í þeirra stað. Selfoss-liðið hafði betur í tveimur síðustu viðureignum, 31:29 og 37:35 en Grótta vann fyrsta leikinn 17. apríl, 40:31. Komi til oddaleiks fer hann fram í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn.


FH-ingar, sem eru deildarmeistarar og Íslandsmeistarar síðasta árs, kjöldrógu Framara í Kaplakrika á fimmtudagskvöld, 36:20, og héldu sér þar með á floti í rimmunni eftir tvo tapleiki þar á undan, 27:24 og 22:19.

Ef Fram vinnur ekki á heimavelli í kvöld verður oddaleikur í Kaplakrika á fimmtudagskvöld.

Báðir leikir verða sendir út á Handboltapassanum.

Umspil Olísdeildar karla, úrslit, fjórði leikur:
Sethöllin: Selfoss – Grótta (2:1), kl. 18.

Olísdeild karla, undanúrslit, fjórði leikur:
Lambhagahöllin: Fram – FH (2:1), kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -