Áfram verður leikið hér heima á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Haukar og Afturelding mætast í Olísdeild kvenna, 17. umferð. Um er að ræða síðustu viðureign umferðarinnar sem hófst á föstudaginn. Ekki var mögulegt að koma leiknum við á laugardaginn vegna þorrablóts Hauka á Ásvöllum.
Haukar eru í næst efsta sæti Olísdeildar kvenna með 24 stig eftir 15 leiki. Fram fór upp að hlið Hauka um helgina. Haukar eiga tvo leiki inni á Fram. Afturelding er á hinn bóginn í næst neðsta sæti og berst hart fyrir áframhaldandi veru í Olísdeildinni.
Til viðbótar mætast ungmennlið Vals og Víkings í Grill 66-deild karla.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna, 17. umferð:
Ásvellir: Haukar – Afturelding, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deildum karla:
N1-höllin: Valur U – Víkingur U, kl. 20.20.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.