Tólfta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag með fjórum leikjum. Keppt verður í Vestmannaeyjum, í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. ÍBV tekur á móti botnliði ÍR klukkan 13.30. KA, sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu kemur í Safamýri og leikur við Fram. Þórsarar fá Aftureldingarmenn í heimsókn.
Í lokaleik dagsins fer Patrekur Jóhannesson með sveit sína úr Stjörnunni í heimsókn á gamla heimavöllinn á Selfossi þar sem Patrekur fagnaði Íslandsmeistaratitili sem þjálfari Selfoss fyrir nærri tveimur árum.
Einnig verða tveir leikir í Grill 66-deild kvenna þar sem margra augu munu vafalaust beinast að viðureign ungmennaliðs Fram og Aftureldingar en síðarnefnda liðið hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið. Afturelding er komin upp í annað sætið, aðeins tveimur stigum á eftir Fram sem er efst.
Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR kl. 13.30 – sýndur á ÍBVtv.
Framhús: Fram – KA kl. 15 – sýndur á Stöð2Sport.
Höllin Ak.: Þór – Afturelding kl. 16 – sýndur á Þórtv.
Hleðsluhöllin: Selfoss – Stjarnan, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Staðan í Olísdeild karla.
Grill 66-deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir-Fylkir – Selfoss kl. 13.30.
Framhús: Fram U – Afturelding kl. 19.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.