- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Ráðast úrslitin í keppninni um 2. sætið?

Sara Sif Helgadóttir og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markverðir Vals bera saman bækur sínar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Nítjándu og þriðju síðustu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með þremur hörkuleikjum þar sem hæst ber væntanlega slagurinn um annað sætið. Í honum mætast Valur og Stjarnan í Origohöll Valsara klukkan 14.15. Þremur stigum munar á liðunum í dag, Val í vil.


Með sigri í dag tekst Valskonum að tryggja sér annað sætið og halda áfram í vonina ná deildarmeistaratitlinum á endasprettinum ef leikmenn ÍBV misstíga sig.

Ef Stjarnan vinnur viðureignina í Origohöllinni verður áfram von um að ná í annað sætið og sitja þar með yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst síðla í apríl.


Valur vann fyrstu viðureignina við Stjörnuna á keppnistímabilinu í Olísdeildinni, 25:23. Jafntefli varð í leik liðanna í TM-höllinni, 25:25. Val nægir jafntefli í dag til þess að vera með betri innbyrðis stöðu gagnvart Stjörnunni. Stjarnan verður að vinna með þriggja marka mun til þess að snúa taflinu við í innbyrðis viðureignum.


ÍBV vann í gærkvöld sinn 14. leik í röð í Olísdeildinni með sigri á Haukum. ÍBV og stendur best að vígi í keppninni um deildarmeistaratitilinn.


Íslandsmeistarar Fram sækja Selfyssinga heim síðar í dag og KA/Þór mætir HK í Kórnum klukkan 17 og þarf á sigri halda til þess að halda í fimmta sæti deildarinnar.

Leikir dagsins

Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 14.15 – sýndur á Stöð2sport.
Sethöllin: Selfoss – Fram, kl. 16 – sýndur á Selfosstv.
Kórinn: HK – KA/Þór, kl. 17 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

2. deild karla:
Dalhús: Fjölnir U – Víðir, kl. 17.30.

Staðan í 2. deild karla og næstu leikir (skruna þarf niður eftir síðunni).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -