- Auglýsing -
Flautað verður til leiks á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik á Selfossi í kvöld. Fjögur sterk lið mæta til leiks, þar á meðal Íslands-, og deildarmeistarar Fram. Einnig tekur ÍBV þátt í mótinu, svo og Stjarnan auk heimaliðsins, Selfoss sem verður nýliði í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.
Önnur umferð mótsins fer fram á fimmtudaginn og sú þriðja og síðasta á laugardaginn.
Ragnarsmótið er haldið í 34. sinn en það er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.
Leikir kvöldsins
Ragnarsmót kvenna:
Sethöllin: Selfoss – ÍBV, kl. 17.45.
Sethöllin: Fram – Stjarnan, kl. 20.
Báðir leikir kvöldsins verða sendir út hjá Selfosstv sem er að finna á youtube.
UMSK-mót kvenna:
Kórinn: Grótta – HK, kl 17.30.
Staðan:
Stjarnan | 3 | 3 | 0 | 0 | 88 – 80 | 6 |
Afturelding | 2 | 1 | 0 | 1 | 55 – 58 | 2 |
Grótta | 1 | 0 | 0 | 1 | 24 – 25 | 0 |
HK | 2 | 0 | 0 | 2 | 56 – 60 | 0 |
- Auglýsing -