Keppni í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik verður framhaldið í dag í Víkinni þegar Víkingar fá Íslandsmeistara og nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn klukkan 14. Víkingar eru að leita eftir sínum fyrstu stigum í deildinni eftir tap í tveimur fyrstu leikjunum. Vegna anna á öðrum vígstöðvum hafa Valsmenn aðeins leikið einn leik í Olísdeildinni fram til þessa, gegn Gróttu í fyrstu umferð fyrir um þremur vikum.
Eftir þrjá fjöruga leiki í gærkvöld þá lýkur 2. umferð Grill66-deildarinnar með tveimur leikjum í kvöld. Kórdrengir leika sinn fyrsta heimaleik er þeir taka á móti Fjölni í Digranesi kl. 18.
Á sama tíma verður toppslagur í Austurbergi er ÍR-ingar fá Þórsara frá Akureyri í heimsókn. Alltént má tala um toppslag þar sem væntingar eru gerðar til beggja liða um að þau verði í toppbaráttu í deildinni og keppist um sæti í Olísdeild á næsta keppnistímabili.
Olísdeild karla:
Víkin: Víkingur – Valur, kl. 14 – sýndur á víkingurtv.
Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir eru hér.
Grill66-deild karla:
Austurberg: ÍR – Þór Ak, kl. 18.
Digranes: Kórdrengir – Fjölnir, kl. 18.
Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir eru hér.