- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Selfoss getur tyllt sér eitt liða á toppinn

Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Þrír leikir eru á dagskrá í Grill66-deild kvenna í handknattleik í dag. Allir verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum vegna hertra sóttvarnarreglna sem tóku gildi í gær.



Annað af tveimur efstu liðum deildarinnar, Selfoss, verður í eldlínunni í dag þegar Fjölnir/Fylkir kemur í heimsókn í Sethöllina á Selfoss. Með sigri tyllir Selfossliðið sér í efsta sæti deildarinnar og getur náð tveggja stiga forskoti á ÍR sem á ekki leik fyrr en á föstudaginn þegar Selfossliðið kemur í heimsókn í Austurberg.


FH-ingar getur haldið áfram að elta efstu liðin tvö takist þeim að vinna ungmennalið Selfoss í TM-höllinni í Garðabæ. Loks sækir Grótta ungmennalið Vals heim í Origohöllina í kvöld.



Grill66-deild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan U – FH, kl. 14.
Sethöllin: Selfoss – Fjölnir/Fylkir, kl. 17.30 – sýndur á Selfosstv.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

Uppfært: Leik Vals U og Gróttu í Grill66-deild kvenna sem fram átti að fara í kvöld í Origohöllinni var frestað eftir hádegið í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -