Síðasti leikur ársins á Íslandsmóti meistaraflokka í handknattleik karla fer fram í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ. Þá mætast Afturelding og Valur klukkan 19.30. Leikurinn var skilinn eftir þegar aðrir leikir 11. umferðar Olísdeildar karla fóru fram. Var það gert vegna þátttöku beggja liða í Evrópubikarkeppninni í handknattleik um síðustu mánaðamót.
Valur er í þriðja sæti með 18 stig, er einu stigi á eftir ÍBV, sem komst upp í annað sæti deildarinnar með stórsigri á Víkingi á laugardaginn.
Afturelding er stigi á eftir Val í fjórða sæti.
Að loknum leiknum að Varmá í kvöld verður þráðurinn ekki aftur tekinn upp í Olísdeild karla fyrr en fimmtudaginn 1. febrúar með þremur viðureignum.
Leikur kvöldsins
Olísdeild karla, 11. umferð:
Varmá: Afturelding – Valur, kl 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikur Aftureldingar og Vals verður aðgengilegur í útsendingu á handboltapassanum.