- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Sjö leikir í kvöld og hátíðarveislu lofað í Krikanum

Birgir Már Birgisson og félagar í FH mæta KA í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Eftir uppgjör efstu liðanna, Stjörnunnar og Vals í gærkvöld þá verður sjöttu umferð Olísdeildar karla framhaldið í kvöld með þremur leikjum. Til stóð að fjórir leikir færu fram og að umferðinni lyki. Því miður var ekki hjá því komist að fresta leik Selfoss og Gróttu vegna kórónuveirusmita á Selfossi.


Eyjamenn sækja Framara heim í fyrsta leik Olísdeildar karla í kvöld sem hefst klukkan 18.


FH fær KA í heimsókn í Kaplakrika og lofa FH-ingar hátíðarveislu af þessu tilefni.

👉 Dominos pizzur fyrir iðkendur FH sem mæta í FH treyju.
👉 Kjötkompanísborgarar á grillinu.
👉 Drykkir frá Ölgerðinni.
👉 Pílukast í tengibyggingu, Doritosflögur í boði fyrir bestu köstin.
👉 FH andlitsmálun.
👉 Sláarskot í leikhléum í boði Joe and the Juice.


Með síðarnefnda KA-liðinu leika m.a. Einar Rafn Eiðsson og Arnar Freyr Ársælsson sem gerðu garðinn frægan með FH. Þetta verður fyrsta heimsókn þeirra í Krikann eftir að vistaskipti þeirra áttu sér stað í sumar. Þriðji KA-maðurinn, Óðinn Þór Ríkharðsson, lék einnig í tvö ár með FH áður en hann fór til Danmerkur 2018.


Leikjadagskrá kvöldsins í Olísdeild karla lýkur með viðureign Hauka og HK á Ásvöllum þar sem flautað verður til leiks klukkan 20.


Til viðbótar verða leikir í Grill66-deildum karla og kvenna í kvöld og því verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um handknattleik.

Leikir kvöldsins

Olís deild karla:
Framhús: Fram – ÍBV, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Kaplakriki: FH – KA, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Ásvellir: Haukar – HK, kl. 20. – sýndur á Haukartv.
Leik Selfoss og Gróttu var frestað til 25. nóvember.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.


Grill66-deild karla:

Höllin Ak.: Þór Ak. – Afturelding U, kl. 17.30.
Dalhús: Vængir Júpíters – Berserkir, kl. 19.30.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.


Grill66-deild kvenna:
Víkin: Víkingur – Fjölnir/Fylkir, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.
Austurberg: ÍR – Grótta, kl. 20.15.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -