Þrettánda umferð Olísdeildar karla hófst á miðvikudagskvöld með þremur leikjum. Þráðurinn verður tekinn upp í 13. umferð í kvöld þegar tvær viðureignir fara fram. Stjarnan tekur á móti ÍBV í Hekluhöllinni í Garðabæ. ÍBV vann fyrri viðureign liðanna með 10 marka mun, 37:27, í Eyjum föstudaginn 12. september.
Stórleikur umferðarinnar verður í Kaplakrika þegar Valur sækir FH heim. Aðeins munar þremur stigum á liðunum. FH er í 5. sæti með 15 stig en Valur situr í þriðja sæti með 18 stig. FH vann fyrri viðureign liðanna sem fram fór í N1-höll Valsara, 11. september, 32:27.
Einn leikur verður í Grill 66-deild karla. Annað af tveimur efstu liðum deildarinnar, Grótta, mætir Selfossi 2, í Sethöllinni á Selfossi kl. 19.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 13. umferð:
Hekluhöllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 17.
Kaplakriki: FH – Valur, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss 2 – Grótta, kl. 19.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.



