- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Sýður á keipum vestra og syðra

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Lokaumferð Grill66-deild karla í handknattleik fer fram í kvöld. Fimm leikir verða á dagskrá og hefjast þeir klukkan 19.30. Næsta víst er að víða mun sjóða á keipum og siglt verður svo djarft að freyði um bóg og borð, eins og einu sinni var sagt.


Eftirvænting ríkir í keppni um efsta sæti deildarinnar sem gefur sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Hörður stendur best að vígi en ÍR er einu stigi á eftir. Hörður tekur á móti Þór Akureyri í íþróttahúsinu á Torfnesi. Hörður þarf a.m.k. eitt stig úr leiknum til þess að hreppa efsta sætið þar sem liðið er með pálmann í höndunum gegn ÍR í innbyrðis leikjum liðanna.


Þór er í fjórða sæti en getur krækti í þriðja sæti með sigri á Herði ef Fjölnir tapar fyrir ungmennaliði Hauka. Fari svo að Fjölnir og Þór verði jöfn að stigum hafnar Fjölnir í þriðja sæti þar sem liðið stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum. Þriðja sæti veitir heimaleikjarétt í allt að þriggja leikja einvígi í fyrstu umferð umspils þar sem víst er að Fjölnir og Þór leiði saman hesta sína.


ÍR fær ungmennalið Aftureldingar í heimsókn í Austurbeg. ÍR verður að vinna til þess að eiga möguleika á efsta sæti deildinnar. Sigurinn einn og sér dugir ÍR-ingum ekki. Þeir verða að treysta á að Þór leggi Hörð á sama tíma.


Liðið sem hafnar í öðru sæti Grill66-deild þegar upp verður staðið í kvöld mætir liði Kórdrengja í hinni rimmu fyrstu umferðar umspilsins.


A.m.k. fjórum leikjum kvöldsins verður streymt á youtube síðum félaganna.


Austurberg: ÍR – Afturelding U, kl. 19.30 – sýndur á ÍRtv.
Ásvellir: Haukar U – Fjölnir, kl. 19.30 – sýndur á Haukartv.
Dalhús: Vængir Júpíters – Valur U, kl. 19.30.
Ísafjörður: Hörður – Þór Ak, kl. 19.30 – sýndur á Knattspyrnufélagið Hörður.
Víkin: Berserkir – Kórdrengir, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.

Staðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -