Síðasti leikur 13. umferðar karla í handknattleik fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Fram sækja Þórsara heim í Höllina á Akureyri. Flautað verður til leiks klukkan 17.
Framarar eru í áttunda sæti Olísdeildar með 10 stig, eins og Stjarnan. Þórsarar þurfa ekkert síður á stigunum að halda verandi í 11. og næst neðsta sæti með sjö stig, stigi á eftir HK og tveimur stigum á eftir Selfossi sem lagði ÍR á fimmtudagskvöld.
Fyrri viðureign Fram og Þórs sem fram fór í Lambhagahöllinni laugardaginn 13. september lauk með sigri Fram, 36:27.
Auk leiksins í Olísdeildinni eru þrír leikir á dagskrá Grill 66-deildar karla. Þar á meðal tekur Víkingur á móti HBH í Safamýri klukkan 15. Víkingar mega ekki við að tapa fleiri stigum í kapphlaupinu við Gróttu um efsta sæti deildarinnar. Grótta vann Selfoss 2 í gærkvöld.
Leikir dagsins
Olísdeild karla, 13. umferð:
Höllin Ak.: Þór – Fram, kl. 17.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Kórinn: HK 2 – ÍH, kl. 14.30.
Myntkaup-höllin: Hvíti riddarinn – Valur 2, kl. 14.30.
Safamýri: Víkingur – HBH, kl. 15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.


