Fjórðu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag í Vestmannaeyjum þegar Þór sækir ÍBV heim klukkan 16. Væntanlega mun Kári Kristján Kristjánsson leika sinn fyrsta leik með Þór gegn fyrrverandi samherjum í Eyjum í dag. Hann samdi við Þór í upphafi vikunnar eftir að hafa verið synjað um samning við ÍBV.
Einnig verður haldið áfram að leika í 3. umferð Olísdeildar kvenna þegar Haukar taka á móti Fram á Ásvöllum kl. 15.
Til viðbótar verður leikið í Grill 66-deild karla.
Leikir dagsins
Olísdeild karla, 4. umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Þór, kl. 16.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild kvenna, 3. umferð:
Ásvellir: Haukar – Fram, kl. 15.
– Til stóð að ÍBV og Stjarnan reyndu með sér í Vestmannaeyjum í dag. Viðureigninni virðist hafa verið frestað til sunnudags.
Grill 66-deild karla, 4. umferð:
Set-höllin: Selfoss 2 – ÍH, kl. 13.
Myntkaup-höllin: Hvíti riddarinn – Hörður, kl. 14.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Einnig verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.