Að loknum frídegi á Ragnarsmóti karla í handknattleik í gær verður keppni framhaldið í kvöld með tveimur viðureignum í Setöhöllinni á Selfossi. Selfoss, KA og ÍR mæta til leiks í fyrsta sinn á mótinu. Gróttumenn leika öðru sinni en þeir unnu sannfærandi sigur á Víkingi í upphafsleik mótsins á mánudagskvöldið, 28:25.
Viðureign Selfoss og ÍBV sem varð að fresta á mánudaginn fer fram á föstudaginn en þá leika Íslandsmeistararnir tvo leiki.
Leikur kvöldsins á Ragnarsmóti karla í Sethöllinni:
Kl. 18: Selfoss – KA.
Kl. 20: ÍR – Grótta.
Ragnarsmótið fer nú fram í 35. skipti til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.
Að vanda eru frír aðgangur á leikina. Einnig verða útsendingar frá öllum leikjum hjá Selfoss TV. Selfoss TV er að finna á youtube.
Tengdar fréttir:
Frekari upplýsingar um leikjadagskrá er að finna hér.