Þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur viðureignum. Á sama tíma hefst þriðja umferð Olísdeildar karla með fjórum viðureignum. Ljóst að í mörg horn verður að líta fyrir áhugafólk um handknattleik.
Olísdeild kvenna:
Hertzhöllin: Grótta – Fram, kl. 18.
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 20.15.
– Að leikjunum loknum verður hlé á keppni í Olísdeild kvenna fram til 2. október vegna æfinga- og síðar þátttöku kvennalandsliðsins á fjögurra þjóða móti í Tékklandi um aðra helgi.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Olísdeild karla:
Ásvellir: Haukar – ÍR, kl. 18.
Kaplakriki: FH – ÍBV, kl. 18.30.
Hekluhöllin: Stjarnan – Valur, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – Fram, kl. 20.15.
– Allir leikir verða sendir út á Handboltapassnum. Einnig verður viðureign Stjörnunnar og Vals sýnileg í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.