Rúm vika er liðin frá því að síðasta var leikið í Grill66-deild karla í handknattleik karla. Nú hillir undir að leikmenn taki til óspilltra málanna inni á leikvellinum á nýjan leik.
Fimmta umferð hefst í kvöld og verður framhaldið út vikuna. Efsta lið deildarinnar, HK, sækir ungmennalið Hauka heim og verður flautað til leiks á gamla góða leiktímanum, klukkan 20.
HK hefur sjö stig, þrjá sigurleiki og eitt jafntefli, eftir fjórar fyrsti viðureignir sína. Haukar eru í níunda sæti með tvö stig að loknum þremur leikjum, einn sigur og tvö jafntefli.
Grill66-deild karla:
Ásvellir: Haukar U – HK, kl. 20 – sýndur á Haukartv.
Staðan í Grill66-deild karla.
Til viðbótar er rétt að minna á Stöð2sport sendir út viðureign TM Benidorm og Vals í annarri umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem fram fer í kvöld í Palau d´Esports lÍlla á Benidorm. Flautað verður til leiks klukkan 19.45.