- Auglýsing -
Tveir leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í dag en sex leikjum var frestað eða seinkað. Annað hvort vegna kórónuveirunnar eða sökum veðurs. Segja má að veira setji talsvert strik í reikninginn í mótahaldi heima jafnt sem að heiman því mörgum leikjum var einnig frestað fyrr í vikunni eins og í gær, þar á meðal var toppslag Grill66-deildar slegið á frest um óákveðinn tíma.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar, kl. 14 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.
Grill66-deild karla:
Varmá: Afturelding U – Berserkir, kl. 13.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
- Auglýsing -