Í kvöld er loksins komið að því að 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla lýkur. Tveir síðustu leikirnir fara fram og ekki seinna vænna þar sem rúm vika er þangað til átta liða úrslit eiga að fara fram.
Leikjunum, sem fram fara í kvöld, var seinkað í síðasta mánuði vegna þátttöku Íslandsmeistara FH og bikarmeistara Vals í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Annarsvegar mætast Valur og Grótta og hinsvegar Selfoss og FH. Sigurlið viðureignar Vals og Gróttu mætir Fram í átta liða úrslitum eftir rúma viku. Liðið sem hefur betur í leik Selfoss og FH reynir sig gegn ÍBV í átta liða úrslitum.
Leikir kvöldsins
Poweradebikar karla, 16-liða úrslit:
N1-höllin: Valur – Grótta, kl. 19.30.
Sethöllin: Selfoss – FH, kl. 19.30.
- Hægt verður að fylgjast með leikjum kvöldsins í útsendingu Handboltapassans.