- Auglýsing -

Dagskráin: Úlfarsárdalur, Eyjar, Selfoss og Ásvellir

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þrír leikir fara fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Umferðinni lýkur á morgun. Að henni lokinni verður gert hlé á keppni í Olísdeildinni til 5. október vegna alþjóðlegrar landsleikjaviku sem haldin er í aðdraganda Evrópumóts kvenna sem fram fer í nóvember að þessu sinni.


Fram og HK ríða á vaðið í annarri umferð Olísdeildar þegar liðin mætast í Úlfarsárdal. Liðin eru stigalaus eftir fyrstu umferðina. Sennilegt er að Svartfellingurinn Tamara Jovicevic leiki með Fram í fyrsta sinn eftir að hafa samið við félagið í vikunni.


Hálftíma eftir að flautað verður til leiks í Úlfarárdal mætast ÍBV og Stjarnan í Vestmannaeyjum klukkan tvö. ÍBV vann KA/Þór á heimavelli í fyrstu umferð en Stjarnan lagði Fram.


Nýliðar Selfoss taka á mót Val í Sethöllinni í þriðja leik dagsins í Olísdeild kvenna. Selfoss lagði HK örugglega í fyrstu umferð deildarinnar. Valskonur kjöldrógu liðsmenn Hauka daginn áður.


Loks lýkur 1. umferð Grill66-deildar karla í dag með einni viðureign en fjórir leikir voru á dagskrá í gærkvöld.

Leikir dagsins


Olísdeild kvenna, 2. umferð:
Úlfarsárdalur: Fram – HK, kl. 13.30 – sýndur á Framtv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 14 – sýndur á Stöð2sport.
Sethöllin: Selfoss – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Grill66-deild karla:
Ásvellir: Haukar U – Valur U, kl. 16 – sýndur á Haukartv.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deildum.


Handbolti.is mun fylgjast með öllum leikjum dagsins eftir bestu getu.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -