- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Uppgjör um annað sæti og keppni um það fjórða

Framarinn Lena Margrét Valdimarsdóttir sækir að Söru Odden varnarmanni Hauka. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Keppni hefst á nýjan leik í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld með tveimur viðureignum. Annar leikurinn verður á milli Fram og Hauka sem mættust í úrslitaleik Poweradebikarsins í upphafi mánaðarins. Haukar höfðu betur. Að þessu sinni mætast liðin í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal. Úrslit leiksins munu geta haft veruleg áhrif á hvort liðanna hreppir annað sætið og situr þar með yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eins og staðan er nú eru Fram og Haukar jöfn að stigum, með 26 stig hvort eftir 16 leiki. Fram stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum.


Hin viðureign kvöldsins verður á milli Selfoss og Gróttu í Sethöllinni á Selfossi. Selfyssingar eru í harðri baráttu við ÍR um fjórða sæti deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, með 13 stig hvort, en Selfoss á leik til góða.

Grótta er neðst í deildinni með fimm stig en jafnar ÍBV að stigum takist liðinu að fara með bæði stigin heim í farteskinu frá viðureigninni í kvöld sem hefst klukkan 19.30 í Sethöllinni á Selfossi.

Leikir kvöldsins

Olísdeild kvenna:
Lambhagahöllin: Fram – Haukar, kl. 19.30
Sethöllin: Selfoss – Grótta, kl. 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Hægt verður að ganga að vísum útsendingum frá báðum leikjum í Handboltapassanum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -