Að margra mati fer í hönd skemmtilegasta tímabil Íslandsmótsins í handknattleik, úrslitakeppnin. Hún hefst í kvöld í karlaflokki með tveimur viðureignum. Deildarmeistarar FH fá HK í heimsókn í Kaplakrika og Haukar sækja Framara heim í Úlfarsárdal. Flautað verður til leiks í báðum leikjum klukkan 19.30.
Á sama tíma í kvöld hefst umspil Olísdeildar karla með tveimur leikjum. Grótta fær Hörð frá Ísafirði í heimsókn og Víkingar fara austur fyrir fjall og mæta liði Selfoss í Sethöllinni á Selfossi.
Allir leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
Átta liða úrslit Olísdeildar karla heldur áfram á morgun.
Úrslitakeppni Olísdeildar, 8-liða úrslit, 1. umferð:
Kaplakriki: FH – HK, kl. 19.30.
Lamhagahöllin: Fram – Haukar, kl. 19.30.
– Næst mætast liðin á mánudaginn.
– Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.
Umspil Olísdeildar, undanúrslit, 1.umferð:
Sethöllin: Selfoss – Víkingur, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – Hörður, kl. 19.30.
-Næst mætast liðin á mánudaginn.
-Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit.