- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Úrslitakeppni Olísdeildar fer á fulla ferð

Einar Bragi Aðalsteinsson, FH-ingur, verður í eldlínunni í Kaplakrika í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag. Tvær viðureignir eru fyrirhugaðar. Aðrar tvær verða á morgun. Eins og áður þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitum til þess að komast hjá því að falla úr leik.


Leikmenn ÍBV og Stjörnunnar hefja úrslitakeppnina með viðureign í Vestmannaeyjum sem hefst klukkan 14. Oft er talað um að úrslitakeppnin og vorið sé tími Eyjamanna. Stjarnan sýndi það í úrslitakeppninni í fyrra að hún kann ekki síður vel við vorið þegar lið félagsins braut ísinn og komst í undanúrslit.

Jóhannes Berg Andrason, leikmaður FH, kemur skoti á mark Selfoss rétt áður en Richard Sæþór Sigurðsson grípur í taumana. Mynd/J.L.Long


FH mætir Selfossi í kvöld leik í Kaplakrika sem hefst klukkan 19.30. Mikið verður í dýrðir í Kaplakrika. Eins í lokaumferð Olísdeildar karla um síðustu helgi þá taka handknattleiksmenn og knattspyrnumenn hjá FH höndum saman og flétta leikjum liðanna saman. Verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst að fá áhorfendur til þess að mæta á leik á þessum tíma dags.


Úrslit í innbyrðisleikjum liðanna í Olísdeildinni í vetur.
6. október: ÍBV – Stjarnan, 36:27.
21. febrúar: Stjarnan – ÍBV, 23:26.

5. desember: Selfoss – FH, 32:37.
10. apríl: FH – Selfoss, 31:31.


Úrslitakeppni Olísdeild karla, 8-liða úrslit, 1. leikir:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 14 – sýndur á Stöð2sport.
Kaplakriki: FH – Selfoss, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Handbolti.is verður með textalýsingar frá báðum leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -