- Auglýsing -
Í dag verður á Ásvöllum í Hafnarfirði leikið til úrslita í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í meistaraflokki kvenna og karla. Úrslitaleikirnir eru einn hápunkta keppnistímabilsins ár hvert. Flautað verður til leiks í úrslitaviðureignunum kl. 13.30 og 16. Um leikina verður sérstaklega fjallað á öðrum stað á vefnum.
Til viðbótar fara tveir leikir fram í Grill66-deild karla. Fjögur af fimm efstu liðum deildarinnar verða í eldlínunni og má búast við jöfnum og spennandi leikjum. Niðurstaða þeirra gæti haft nokkur áhrif á jafna og spennandi stöðu í keppni um efsta sætið.
Coca Cola-bikar kvenna, úrslitaleikur:
Ásvellir: Fram – Valur, kl. 13.30 – sýndur á RÚV.
Coca Cola-bikar karla, úrslitaleikur:
Ásvellir: Valur – KA, kl. 16 – sýndur á RÚV.
Grill66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss U – Hörður, kl. 12.
Höllin Ak.: Þór Ak – ÍR, kl. 17.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.
- Auglýsing -