- Auglýsing -
Einn leikur er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Afturelding og Valur mætast í síðasta leik sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna. Leikurinn fer fram að Varmá og hefst klukkan 19.30.
Með sigri kemst Valur á ný upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar. Afturelding situr í neðsta sæti eftir leiki helgarinnar en bæði Stjarnan og KA/Þór sem voru á líku róli og Afturelding unnu sína leiki.
Að viðureigninni að Varmá í kvöld lokinni verður þriðjungur leikja í Olísdeild kvenna að baki.
Myndskeið: Annar sigur KA/Þórs, Stjarnan af botninum og öruggt hjá Haukum
Olísdeild kvenna, 7. umferð:
Varmá: Afturelding – Valur kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -