- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur besti vinstri hornamaður norsku úrvalsdeildarinnar

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -

Dagur Gautason, leikmaður ØIF Arendal, hefur verið valinn besti vinstri hornamaður norsku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð en þess dagana er verið að kynna hvaða leikmenn sköruðu fram úr úrvalsdeildunum tveimur, í karla- og kvennaflokki.

Alls skoraði Dagur 133 mörk í deildinni og var með skotnýtingu upp á 77,8%.

Dagur gekk til liðs við ØIF Arendal frá KA á síðasta sumri og sló strax í gegn meðal stuðningsmanna liðsins. Hann var tvisvar valinn í lið mánaðarins fyrir áramót og var í úrvalsliði fyrri hluta deildarkeppninnar um áramótin.

Dagur hélt sínu striki út leiktíðina og var einn þeirra leikmanna sem áttu hvað mestan þátt í frábæru gengi ØIF Arendal-liðsins á leiktíðinni. ØIF Arendal náði sínum besta árangri um árabil, hafnaði í þriðja sæti í úrvalsdeildinni og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Hér fyrir neðan er myndskeið með tilþrifum Dags. Myndskeiðið var gefið út í dag þegar tilkynnt var um val hans.

Vonandi koma réttindamál ekki í veg fyrir að það fái að standa hér opið.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -