Dagur Sigurðsson og liðsmenn hans í króatíska landsliðinu tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik með öruggum sigri á Hollendingum, 35:29, í Malmö. Króatar verða þar með andstæðingur íslenska landsliðsins í milliriðlum síðar á mótinu. Hvenær leikur þrjóðanna verður skýrist ekki fyrr en að loknum leik Íslands og Ungverjalands annað kvöld.
Hollendingar veittu verulega mótspyrnu lengi vel gegn Króötum í kvöld. Eftir viðureignina við Georgíu í fyrrakvöld, þar sem Króatar voru ekki sannfærandi, var ljóst að skjalfti væri í leikmönnum Króata sem voru með tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:13. Í síðari hálfleik voru Króatar sterkari.
Ivan Martinovic skoraði níu mörk fyrir Serba og Zvonimir Srna skoraði sex sinnum. Ritger ten Velde skoraði 8 mörk fyrir Hollendinga og Lars Kooij var með fimm mörk.
Serbar lágu
Serbar fóru illa að ráði sínu gegn Austurríkismönnum í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Eftir tvo góða leiki á mótinu töpuðu þeir leiknum við Austurríki, 26:25. Serbar voru undir í síðari hálfleik eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12.
Línumaðurinn lagvissi, Tobias Wagner, skoraði sex mörk og var markahæstur í austurríska liðinu. Sebastian Frimmel og fleiri skoruðu þrjú mörk hver. Nemanja Ilic skoraði sex mörk fyrir Serba og var markahæstur.
Síðari í kvöld kemur í ljós hvort Serbar eða Þjóðverjar fylgja Spánverjum eftir í milliriðil eitt.
Anton og Jónas dæmdu
Tékkar unnu sinn fyrsta og eina sigur á EM að þessu sinni í kvöld er þeir lögðu Úkraínumenn, 38:29, í viðureign liðanna í neðri hluta C-riðils í Bærum í Noregi. Fyrir viðureignina var ljóst að hvorugt landsliðið kæmist áfram.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu viðureignina.

Tékkar hafna í 3. sæti riðilsins og Úkraínumenn í fjórða sæti. Leikmenn beggja liða pakka niður föggum sínum í kvöld og kveðja Evrópumótið í fyrramálið.
Jonás Josef skoraði 15 mörk í 18 skotum fyrir tékkneska liðið. Dominik Solák var næstur með átta mörk.
Stórskyttan Ihor Turxhenko skoraði níu mörk fyrir landslið Úkraínu.




