- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur hafði sætaskipti við Róbert

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -

Dagur Gautason skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá ØIF Arendal þegar liðið vann Nærbø, 25:23, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik voru Dagur og félagar sterkari. Með sigrinum komst ØIF Arendal upp í þriðja sæti deildarinnar. Auk sigursins þá var það vatn á myllu liðsins að Drammen tapaði fyrir meisturum Kolstad, 30:25, í Drammen.

Drammenliðið sat í þriðja sæti fyrir leiki dagsins en er nú í fjórða sæti.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur af mörkum Kolstad í leiknum við Drammen en þetta var 19. sigur Kolstad í 21 viðureign. Liðið er efst með 39 stig, fjórum stigum á undan Elverum.

Róbert Sigurðarson skoraði ekki mark fyrir Drammen gegn Sigvalda Birni og félögum en tók til hendinni í vörninni. Hinn hálfíslenski leikmaður Drammen, Viktor Petersen Norberg, komst heldur ekki á blað yfir þá sem skoruðu.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -