- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur hefur samið við norskt úrvalsdeildarlið

Dagur Gautason leikmaður ÖIF Arendal. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal og flytur til Noregs í sumar. Fréttavefur allra Akureyringa, Akureyri.net, segir frá þessu samkvæmt heimildum í dag.

Á dögunum sagði Handbolti.is frá því að hornamaðurinn eldfljóti ætlaði að söðla um í sumar.

ØIF Arendal missti af sæti í átta liða úrslitkeppni norsku úrvalsdeildarinnar í vor eftir að hafa leikið til úrslita fyrir ári. Einnig komst ØIF Arendal, sem er í suðurhluta Noregs, í undanúrslit norsku bikarkeppninnar en glæsilegt keppnishús félagsins var vettvangur úrslitahelgar bikarkeppninnar á tímabilinu, bæði í karla- og kvennaflokki.

Fyrir hjá ØIF Arendal er Hafþór Már Vignisson sem einnig er frá Akureyri. Dagur og Hafþór Már voru samherjar hjá Stjörnunni frá 2020 til 2022. Dagur lék með Stjörnunni meðan hann lagði stund á nám í höfuðborginni.

Dagur lék mjög vel með KA í vetur. Hann gerði fimm mörk að meðaltali í leik í Olísdeildinni og var með 82,2% skotnýtingu skv. HBStatz tölfræðisíðunni. Þá var hann í liði ársins sem HBStatz setti saman úr allri tölfræði sem tekin var saman úr leikjum deildarinnar í vetur.

Sjá frétt Akureyri.net: Dagur á leið til ØIF Arendal í Noregi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -