- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur í níu marka sigri en Grétar Ari tapaði

Dagur Gautason leikmaður Montpellier. Ljósmynd/Montpellier handball
- Auglýsing -


Dagur Gautason var í sigurliði Montpellier í kvöld þegar þráðurinn var tekinn á nýjan leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik að loknu hléi vegna landsleikja. Dagur skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, í níu marka sigri Montpellier í heimsókn til Cesson Rennes, 33:24.


Montpellier, sem er í þriðja sæti deildarinnar, var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.

Grétar Ari Guðjónsson varði 6 skot, þar af eitt vítakast, 22%, á þeim tæpu 28 mínútum sem hann stóð á milli stanganna í marki Ivry gegn PSG í Parísarslag, 41:28, á heimavelli.

Stjörnumprýtt lið PSG var með talsverða yfirburði í leiknum enda er staða liðanna æði misjöfn. PSG er í efsta sæti með 37 stig eftir 20 leiki. Ivry rekur lestina með sjö stig.

Darri Aronsson, leikmaður Ivry, er ennþá úr leik vegna erfiðra meiðsla.


Staðan í frönsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -