- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur Íslendinga í dönsku úrvalsdeildinni

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK kallar skipanir til sinna manna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Fredericia HK færðist upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í dag með níu marka sigri á Nordsjælland sem fyrir var í þriðja sæti. Lokatölur í t-hansen-höllinni í Fredericia, 32:23, eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.

Auk Fredericia HK þá fögnuðu TTH Holstebro og Skanderborg AGF einnig sigrum í leikjum dagsins í deildinni. Öll eiga liðin sameiginlegt að hafa Íslendinga innan sinna raða.

Arnór er vítaskytta

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson skoraði fjögur mörk í sigri Fredericia HK á Nordsjælland. Tvö marka sinna skoraði Arnór úr vítaköstum. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark. Að vanda var Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Fredericia HK, með fingurinn á púlsinum hliðarlínuna og gætti þess að menn sofnuðu ekki á verðinum. Thorsten Fries markvörður var í essinu sínu, varði 15 skot, þar af þrjú vítaköst, 45,4%.

Donni tryggði sigurinn

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk þegar lið hans Skanderborg AGF vann Skjern, 30:29, háspennuleik á heimavelli. Auk markanna fjögurra þá vann Donni boltann í vörninni á síðustu sekúndum og gerði út um vonir Skjern-manna að skora jöfnunarmarkið. Skanderborg er komið upp í áttunda sæti með sex stig eftir sex viðureignir. Skjern er sem stendur í 12. sæti en liðið hefur árum saman verið á meðal fremstu liða Danmerkur.

Arnór er á siglingu

Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro stýrði sínum mönnum til sigurs á nýliðum Grindsted GIF, 30:27, á útivelli í dag. TTH Holstebro er komið upp í sjötta sæti og virðist til alls líklegt í vetur eftir nokkur mögur ár.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -