Eftir að hafa komið lítið við sögu í tveimur leikjum í röð með Montpellier þá fékk Dagur Gautason kærkomið tækifæri í kvöld þegar liðið tók á móti Créteil og vann örugglega, 38:26, á heimavelli í 23. umferð efstu deildar franska handknattleiksins. Dagur lék í 42 mínútur að þessu sinni og skoraði fimm mörk í sex skotum.
Montpellier er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, stigi á eftir Nantes sem er í öðru sæti. PSG er áfram efst með 41 stig en á leik inni á liðin tvö fyrir neðan. PSG mætir Toulouse á sunnudaginn á heimavelli.
Grétar Ari í sigurliði
Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í Ivry hafa ekki lagt árar í bát þrátt fyrir erfiða stöðu í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Ivry vann PAUC, 35:34, á útivelli í kvöld. Grétar Ari var í marki Ivry í rúmar sjö mínútur og varði ekki skot á þeim tíma.
Staðan í frönsku 1. deildinni: