- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur og Ólafur skoruðu 24 mörk

Dagur Gautason lék með KA í fyrra en gerir það núna gott með Arendal í norsku úrvalsdeildinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Dagur Gautason fór á kostum í dag með KA í eins marks sigri á Herði, 32:31, í Olísdeild karla í handknattleik en leikið var í KA-heimilinu. Dagur skorað 13 mörk og var með fullkomna nýtingu, geigaði ekki á skoti. Ólafur Gústavsson átti einnig stórleik, skoraði 11 mörk í 16, skotum í fyrsta leiknum með KA á keppnistímabilinu. Síðasta mark Ólafs í leiknum var jafnframt markið sem munaði á liðunum þegar upp var staðið.


Hörður var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Ísfirðingar lentu fljótlega undir í síðari hálfleik. Mestur varð munurinn fimm mörk, KA í vil. Kröftugur endasprettur Harðarliðsins nægði ekki að þessu sinni.

Ólafur Gústafsson ógnar vörn og marki Harðar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hörður er þar með áfram neðstur með eitt stig eftir 13 leiki. KA fór upp að hlið Gróttu með 11 stig í níunda til tíunda sæti.


Frakkinn Leó Renaud-David lék sinn fyrsta leik með Herði og skoraði sjö mörk og átti níu sköpuð marktækifæri, þar af sex stoðsendingar.


Mörk KA: Dagur Gautason 13/2, Ólafur Gústafsson 11, Allan Norðberg 4, Gauti Gunnarsson 3, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Adam Satchwell 8/1, 33,3% – Bruno Bernat 7, 36,8%.

Mörk Harðar: Leó Renaud-David 7/3, Guilherme Andrade 5, Guntis Pilpuks 3, Suguru Hikawa 3, Mikel Amilibia Aristi 3, José Esteves Neto 3, Jón Ómar Gíslason 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Sudario Eidur Carneiro 1, Victor Iturrino 1, Jhonatan Santos 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 571, 16,1% – Emannuel Evangelista 2, 25%.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -