Dagur Arnarsson og Sandra Erlingsdóttir, bæði úr ÍBV, voru valin bestu leikmenn Ragnarsmótsins sem lauk á Selfossi í dag með sigri ÍBV í kvennaflokki en HK í karlaflokki. Að vanda voru einnig veittar viðurkenningar til bestu sóknarmanna, þeirra sem sköruðu fram úr í varnarleik og einnig til fremstu markvarða mótsins.
Katrín Helga Davíðsdóttur úr Aftureldingu og HK-ingurinn Haukur Ingi Hauksson voru markahæst.
Kvennaflokkur:
Besti leikmaður: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV.
Besti sóknarmaður: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV.
Besti varnarmaður: Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Selfoss.
Besti markmaður: Amalie Frøland, ÍBV.
Markahæst: Katrín Helga Davíðsdóttir, Aftureldingu, 22 mörk.
Karlaflokkur:
Besti leikmaður: Dagur Arnarsson, ÍBV.
Besti sóknarmaður: Hákon Garri Gestsson, Selfoss.
Besti varnarmaður: Ísak Rafnsson, ÍBV.
Besti markmaður: Petar Jokanovic, ÍBV.
Markahæstur: Haukur Ingi Hauksson, HK, 25 mörk.