- Auglýsing -
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var í stuði þegar flautað var til leiks í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Hún skoraði 10 mörk í 12 skotum og var markahæst hjá Volda í stórsigri liðsins, 33:18, á Kjelsås. Leikið var í Kjelsåshallen.
Dana Björg skoraði sjö mörk úr vinstra horni og þrjú til viðbótar eftir hraðaupphlaup.
Volda var nærri því farið upp í úrvalsdeildina í vor. Liðið tapaði naumlega fyrir Haslum í umspili. Það kom ekki í veg fyrir að Dana Björg ákvað að skrifa undir nýjan samning við Volda og freista þess að fara með liðinu upp í úrvalsdeild næsta vor.
Dana Björg eftirlæti stuðningsfólks Volda annað árið í röð
Fyrirliðastaðan fylgir nýjum tveggja ára samningi
- Auglýsing -