- Auglýsing -
Línumaðurinn Daníel Matthíasson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hann gekk á ný til liðs við Hafnarfjarðarliðið fyrir ári.
Daníel, sem er uppalinn hjá KA á Akureyri, lék með FH-ingum við góðan orðstír á árunum 2014-2016 en reri eftir það á önnur mið. Hann gekk á ný til liðs við FH á síðasta ári og lék 13 leiki í Olísdeildinni og skoraði 12 mörk. Einnig tók Daníel þátt í fimm leikjum FH-liðsins í úrslitakeppninni og skoraði fjórum sinnum.
Karlar – helstu félagaskipti 2023
Tengdar fréttir:
- Auglýsing -