- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr fór hamförum

Daníel Freyr Andrésson markvörðurog félagar í Guif unnu í dag. Mynd/Eskilstuna Guif
- Auglýsing -

Daníel Freyr Andrésson fór hamförum í marki Guif í kvöld þegar liðið vann þriðja efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Kristianstad, 27:24, á heimavelli. Daníel var langbesti leikmaður vallarins. Hann varði 21 skot og var með 51,2% markvörslu sem er fáheyrð tölfræði.


Með stórleik sínum lagði Daníel Freyr grunn að sigri Guif sem mjakaði sér upp í níunda sæti deildarinnar. Liðið hefur nú 16 stig eftir 19 leiki og er í harðri baráttu um að ná einu af átta efstu sætunum sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.


Aron Dagur Pálsson kom lítt við sögu í liði Guif. Hann átti eina stoðsendingu og eitt markskot sem geigaði.


Fyrrverandi Íslendingalið, Kristianstad, er í þriðja sæti með 25 stig og er sex stigum og tveimur leikjum á eftir Sävehof sem trónir á toppnum. Skövde er þar á milli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -