- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Freyr verður liðsmaður FH í sumar

Daníel Freyr Andrésson markvörðurLemvig. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og gengur til liðs við félagið í sumar. Handknattleiksdeild FH tilkynnti þeta í morgun.


Daníel Freyr, sem er 33 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur hjá FH enda uppalinn að stórum hluta í Kaplakrika og átti afar farsæl ár í FH-treyjunni hér á áður árum. Hann varð m.a. Íslandsmeistari með FH árið 2011. Daníel Freyr hélt utan 2014 og hefur síðan leikið með dönskum og sænsku félagsliðum að leiktíðinni 2019/2020 undanskilinni þegar hann lék með Val.


Daníel Freyr kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Lemvig-Thyborøn en hann hefur verið hjá Jótlandsliðinu frá síðasta sumri. Einnig hefur Daníel Freyr leikið með sænsku úrvalsdeildarliðunum Eskilstuna Guif og Ricoh til viðbótar við danska liðið SönderjyskE frá 2014 til 2016.


Daníel Freyr hefur tvisvar sinnum verið valinn besti markvörður íslensku deildarinnar og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -