- Auglýsing -

Daníel Ísak ráðinn til ýmissa starfa hjá Víkingi

- Auglýsing -


Áfram heldur að hlaupa á snærið hjá handknattleiksdeild Víkings. Í dag var tilkynnt að Daníel Ísak Gústafsson hafi verð ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verði þar með hægri hönd Aðalsteins Eyjólfssonar. Daníel Ísak skal jafnframt stýra Víkingi2 í 2. deild karla sem aðalþjálfari og annast þjálfun 4. flokks karla hjá félaginu. Ofan á þetta verður Daníel Ísak verkefnastjóri hjá barna- og unglingaráði félagsins í hlutastarfi. Honum er m.a. ætlað að móta og þróa faglegt starf yngri flokka handknattleiksdeildar Víkings.


Daníel Ísak kemur með víðtæka reynslu úr þjálfun og leik, og hefur á undanförnum árum byggt upp gott orðspor sem metnaðarfullur og faglegur þjálfari, nú síðast hjá Stjörnunni.

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt hjá Víkingi og hlakka til að taka þátt í metnaðarfullu verkefni með meistaraflokki og að leggja mitt af mörkum í uppbyggingu ungra leikmanna. Þetta er félag með ríka sögu og skýra framtíðarsýn – og ég er spenntur fyrir því sem framundan er,“ er haft eftir Daníel Ísak Gústafssyni í tilkynningu Víkings.

Daníel Ísak er sonur Gústafs Bjarnasonar fyrrverandi landsliðsmanns og atvinnumanns í handknattleik í Þýskalandi. Daníel Ísak á frænd- og frænkugarð í íslenskum handknattleik.

Þjálfarar – helstu breytingar 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -