- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir afskrifa tvo sterka leikmenn á EM

Althea Reinhardt tekur ekki þátt í fleiri leikjum á EM. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna er tilneyddur að afskrifa frekari þátttöku tveggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik. Tilkynnt var síðdegis að Althea Reinhardt og Sarah Iversen taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.


Iversen sleit krossband í viðureign Danmerkur og Slóveníu í gærkvöld. Reinhardt, sem er markvörður, fékk höfuðhögg á æfingu á sunnudaginn. Sandra Toft var kölluð inn í landsliðið í gær fyrir leikinn við Slóveníu. Nú er alveg ljóst að ekki verður teflt á tvær hættu með heilsu Reinhardt.

Sigur tryggir HM sæti

Danir leika við Hollendinga í síðustu umferð milliriðlakeppninnar á morgun. Sigurliðið kemst í undanúrslit. Takist Dönum að öðlast sæti í undanúrslitum tryggja þeir sér beinan þátttökurétt á HM sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi eftir ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -