- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir eru með böggum hildar vegna Jensens

Fregnir um að Jesper Jensen þjálfari danska kvennalandsliðsins taki við þjálfun ungversku meistarana í sumar hefur raskað ró danskra handknattleiksáhugamanna í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Danir eru margir hverjir með böggum hildar um þessar mundir eftir að TV2 sagði frá því í dag samkvæmt heimildum að hinn vinsæli þjálfari kvennalandsliðsins, Jesper Jensen, hafi samið við ungverska meistaraliðið Ferencváros og taki við þjálfun í sumar. Jensen hætti síðasta sumar þjálfun Esbjerg sem hann hafði stýrt samhliða landsliðinu um fjögurra ára skeið með undanþágu. Óttast Danir að Jensen hætti með landsliðið sem hann hefur byggt upp og komið í fremstu röð á ný.

Aðeins með landsliðið

Um langt árabil hafa þjálfarar dönsku landsliðanna í handknattleik, karla og kvenna, ekki sinnt þjálfun félagsliða. Undantekningin var Jensen af því að var samningsbundinn Esbjerg til langs tíma þegar danska handknattleikssambandið fékk leyfi félagsins 2020 til þess að ráða hann þegar allt var komið í óefni hjá þeim sem þjálfaði landsliðið áður. Jensen er samningsbundinn danska handknattleikssambandinu til 2026.

Játar hvorki né neitar

Jensen vill hvorki játa eða neita fregninni í samtali við TV2. Danska handknattleikssambandið hefur ekkert tjáð sig. Forsvarsmaður Ferencváros sem TV2 talaði við sagði ekkert annað en það að félagið hafi þegar ráðið þjálfara og hefði ekkert fleira um málið að segja. Sá er einnig danskur, Allan Heine. Hann tók við þjálfun Ferencváros 2023.

Tranborg fylgir með

Danskir fjölmiðlar greina einnig frá því að auk Jensen hafi landsliðskonan Mette Tranborg samið við Ferencváros. Tranborg leikur með meistaraliðinu Esbjerg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -